Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. október 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho vildi ekki taka við Lyon því hann er búinn að velja félag
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hafnaði að taka við Lyon vegna þess að hann er búinn að ákveða hvaða félagi hann ætlar að taka við.

Hinn málglaði forseti Lyon, Jean-Michel Aulas, segir þetta.

Lyon rak Brasilíumanninn Sylvinho úr starfi þjálfara á mánudaginn og leitaði franska félagið til Mourinho í kjölfarið.

„Við sendum skemmtileg skilaboð til hvors annars. Hann samþykkti ekki okkar tillögu að hittast því hann er búinn að velja annað félag," sagði Aulas.

Mourinho, sem var rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári, hefur verið orðaður við Tottenham og Real Madrid.

Mourinho er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Hann er meðal annars fyrrum stjóri Porto, Chelsea, Inter, Real Madrid. Þá stýrði hann síðast Manchester United eins og áður kemur fram.

Laurent Blanc og Arsene Wenger eru orðaðir við starfið hjá Lyon.
Athugasemdir
banner