Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 22:38
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja Strand Larsen sem arftaka fyrir Mateta
Mynd: Wolves
Mynd: EPA
Franski framherjinn Jean-Philippe Mateta er eftirsóttur víðsvegar um Evrópu og þá sérstaklega af Juventus og Nottingham Forest.

   26.01.2026 19:46
Nottingham Forest gerir tilboð í Mateta


Hann er aðeins með eitt og hálft ár eftir af samningi og er Crystal Palace talið vera tilbúið að láta hann fara ef arftaki finnst í staðinn.

Sá arftaki gæti verið Jörgen Strand Larsen framherji Wolves sem er afar eftirsóttur. Palace spurðist fyrir um Larsen í desember og fékk svar um að hann myndi kosta 40 milljónir punda.

Larsen var, ásamt Matheus Cunha, besti leikmaður Wolves á síðustu leiktíð og skoraði 14 mörk í 35 úrvalsdeildarleikjum.

Markaskorunin hefur ekki verið sérlega góð á yfirstandandi tímabili þar sem hann er aðeins búinn að skora einu sinni í 21 deildarleik. Larsen hefur þó gengið vel að skora í bikarkeppnum þar sem hann er kominn með fimm mörk og eina stoðsendingu í fjórum leikjum.

Palace hefur trú á Norðmanninum þrátt fyrir dræma markaskorun og mun ræða við Wolves um möguleg félagaskipti fyrir gluggalok.

Leeds, Aston Villa og Forest hafa einnig verið orðuð við Larsen í janúarglugganum sem lokar næstkomandi mánudag.
Athugasemdir
banner