Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 27. janúar 2026 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Masuaku í frönsku titilbaráttuna (Staðfest)
Mynd: Sunderland
Enska úrvalsdeildarfélagið Sunderland er búið að lána vinstri bakvörðinn Arthur Masuaku til Lens í Frakklandi.

Masuaku mun berjast við Matthieu Udol um byrjunarliðssæti hjá Lens sem er óvænt í harðri titilbaráttu við PSG.

Lens er með 43 stig eftir 19 umferðir, tveimur stigum á eftir ríkjandi meisturum PSG.

Masuaku er 32 ára gamall og með eitt og hálft ár eftir af samningi við Sunderland eftir að hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar. Hann kom aðeins við sögu í fjórum leikjum undir stjórn Régis Le Bris.

Masuaku þekkir vel til hjá Lens eftir að hafa alist upp hjá félaginu í æsku. Hann var í akademíu Lens frá 10 til 15 ára aldurs og spilaði svo fimm leiki fyrir unglingalandslið Frakklands.

Báðir foreldrar hans eru frá Austur-Kongó og er Masuaku mikilvægur hlekkur í landsliðinu.



Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner