Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 11. október 2019 12:45
Magnús Már Einarsson
Álitsgjafar spá í leik Íslands og Frakklands
Icelandair
Ísland fær Frakkland í heimsókn í kvöld.
Ísland fær Frakkland í heimsókn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Olivier Giroud á æfingu franska landsliðsins í gær.
Olivier Giroud á æfingu franska landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Gylfi á skotskónum í kvöld?
Verður Gylfi á skotskónum í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fær heimsmeistara Frakka í heimsókn í undankeppni EM klukkan 18:45 í kvöld. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti á EM. Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að koma með spá fyrir leik kvöldsins.



Einar Örn Jónsson, RÚV
Heimsmeistararnir á Laugardalsvelli, part deux. Ég man ennþá ljóslifandi eftir leiknum ‘98 og stemningunni sem var á vellinum. Þá var maður aðallega mættur til að sjá Zidane og co og hafði núll væntingar. Núna verð ég að viðurkenna að maður vill úrslit og það góð. Ég er meira að segja örlítið vongóður. Þetta lið okkar hefur oft náð að laða fram sitt besta gegn ofureflinu. Sitja til baka og vona það besta. Ég ætla samt ekkert framúr sjálfum mér. Jafntefli væri geggjað og því spài ég því. Höfum það 1-1 til að halda í söguna. Við skorum eðlilega eftir fast leikatriði og Frakkar jafna. Allt nokkuð beisikk.

Brynjar Hlöðversson, HB
Loksins vinnum við Frakka! Þeir nenna ekki þessum kulda. Grísman fer í pottinn og gufu kvöldið fyrir leikinn til að reyna að hætta að skjálfa en hann verður svo linur og latur fyrir vikið að honum verður skipt út snemma í seinni. Við vinnum 1-0, fast leikatriði og múrinn fyrir. Kante verður samt hress.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Valur
Heimsmeistarar Frakka mæta á fullan laugardalsvöll sem hefur hingað til reynst okkur vel. Frakkarnir að koma með “laskað” lið þar sem nokkrar stórstjörnur vantar en eru samt sem áður með ógnasterkan leikmannahóp. Mbappé ekki með í kvöld en hann reddaði þeim seinast á móti okkur í vináttuleik. Það var skellur fyrir okkur að missa Aron Einar en við fáum Birki Má og Jóa aftur inn. Vindurinn hlýtur að byrja þennan leik og ég spái þvi að hann leggi upp á Kolla. Við vinnum 1-0.

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta
Ég er bjartsýnn. Ég er nokkuð vissum að við munum svara fyrir tapið í Albaníu og ná í stig. Væri samt geggjað að vinna þá enda Frakkar ekkert eðlilega leiðinlegir. En þetta fer auðvitað allt eftir því hvernig Hamrén stillir upp liðinu. Ef við byrjum með Fredda frammi og tvo Fylkismenn í vörninni gætum við stolið sigrinum.

Það vantar marga hjá Frökkum og það getur haft mikil áhrif. Það þýðir að það koma margir nýjir inn sem vilja allir reyna að vinna sig inn í byrjunarliðið. Ég þekki það af fenginni reynslu að það er erfitt. Ég hef þurft að koma inn fyrir Guðjón Val og það þarf einhver hjá þeim að koma inn fyrir Mbappé. Þetta er nánast eins.

En þetta fer 1-1. Gylfi skorar úr víti og Giroud skorar fyrir Frakka. Freddi skorar ef hann startar. Svo að lokum vil ég biðla til strákanna okkar (að því ég veit að þeir lesa þetta) að syngja með í þjóðsöngnum. Ekkert eðlilega þreytt að horfa upp á Gylfa og félaga þegja bara á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Ef þeim vantar innblástur geta þeir farið á youtube og skrifað “Brazil National Anthem World Cup 2014 vs Mexico Full HD” og séð hvernig á að gera þetta. Áfram Ísland!

Þórarinn Ingi Valdimarsson, Stjarnan
1-1 Þetta er svakalega stór leikur fyrir okkur. Við höfum verið sterkir heima og vona ef eftir smá kulda í kvöld. Þeir þola það illa þessar krúsídúllur í franska liðinu. Þetta verður 98 all over again, Ingólfur Hannesson kyssir Hamren eftir leik. Raggi Sig jafnar leikinn með skalla eftir að Griezmann skorar mark Frakka.

Friðgeir Bergsteinsson, Tólfan
Jæja þá er loksins komið að þessu sem maður hefur beðið eftir lengi. Ég held að þetta verði æsispennandi frá upphafi til enda. Þessi lið eru auðvitað tvö góð lið. Erfitt að heimsækja Laugardalsvöll með Tólfuna öskrandi allan tímann og stemning á vellinum. Erfitt að vera án Arons Einars en sendi honum góðar og hlýjar kveðjur yfir hafið. En hef grunað að við vinnum leikinn 2-0 eða 1-0. Gylfi Sig setur eitt og spurning með 2 markið. Ekki klár. ÁFRAM ÍSLAND!

Gunnar Birgisson, Rás 2
Ísland kemst nokkuð óvænt yfir í leiknum. Þvert gegn gangi leiksins eins og gárungarnir segja oft. Eftir það tekur aftur á móti við franskur götufótbolti sem endar með stórsigri Frakka í nístingskulda á Laugardalsvelli. 4-1 lokatölur og fönixinn Olivier Giroud leikur okkur afskaplega grátt, setur 2-3 hugsa ég. Raggi Sig stangar boltann inn fyrir Ísland á 20. mín. Fyrir fólk á ferðinni og aðdáendur Rásar 2 er vert að minna á að leiknum verður að sjálfsögðu lýst þar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner