lau 12. október 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grét er hann rak Ancelotti úr starfi
Ancelotti og Rummenigge.
Ancelotti og Rummenigge.
Mynd: Getty Images
Það var erfitt fyrir Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóra Bayern München, að reka Ítalann Carlo Ancelotti úr starfi.

Ancelotti var stjóri Bayern í rúmt ár, frá 2016 til 2017.

Ancelotti var þýska meistaratitilinn á fyrsta tímabili, en það þykir lágmarkstefna hjá Bayern. Eftir erfiða byrjun á öðru tímabili sínu var hann látinn fara.

Rummenigge sagði í nýlegu viðtali að hann hefði grátið er hann rak Ancelotti.

„Ég man að þegar ég þurfti að reka Carlo Ancelotti, að þá grét ég," sagði framkvæmdastjórinn við Gazzetta dello Sport.

„Carlo skildi stöðuna og faðmaði mig, hann sagði 'Þetta er allt í lagi, þú ert ekki yfirmaður minn lengur en við erum enn vinir.' Ég gat ekki annað en grátið."

„Hann er frábær einstaklingur og frábær þjálfari, en á öðru tímabili hans voru úrslitin ekki þau sem við bjuggumst við."

Ancelotti er í dag þjálfari hjá Napoli í heimalandi sínu.
Athugasemdir
banner
banner
banner