Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. október 2019 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo: Ég vildi aldrei yfirgefa Inter
Ronaldo
Ronaldo
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brasilíski Ronaldo segir í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann vildi vera áfram hjá Inter.

Ronaldo spilaði með Inter frá 1997 til 2002 en hann lék aðeins 99 leiki og skoraði 59 mörk á tíma sínum þar. Meiðsli settu strik í reikninginn.

„Þetta Interlið var magnað. Þegar við vorum með Vieri og Clarence Seedorf ásamt mörgum öðrum. Því miður komu meiðsli í veg fyrir að ég spilaði með Vieri í mörgum leikjum," sagði Ronaldo.

„Þegar ég kom til Inter þá var mikill metnaður hjá Inter og stuðningsmönn trúðu að því gætum náð mögnuðum afrekum og ég sé það núna hjá félaginu að við getum unnið eitthvað."

„Ég áttaði mig stax á því hnéið mitt gaf sig. Ég þurfti að styðja við hnéskelina því hún var að færast. Þetta hafði í raun aldrei gerst í fótbolta áður og það var ekki hægt að vita mikið um þeta. Ég gekk um dimma dali og þurfti að finna ást mína fyrir fótbolta eitthvað sem ég vissi ekki að ég hefði."


Ronaldo var seldur til Real Madrid árið 2002 en hann vidli vera áfram hjá Inter.

„Ég vildi aldrei yfirgefa Inter því það var heimili mitt og mig langaði að vera þarna að eilífu. Ég fór aldrei til forsetans til að láta reka þjálfarann, mér fannst það aldrei rétt og það var ekki minn stíll."

„Hins vegar var kominn tími á Cuper þar sem ég þurfti að gera eitthvað. Hann kom ekki vel fram við mig og ég veit ekki hvort að sigur í deildinni hefði breytt þeirri skoðuni."

„Ég var sannfærður um að Massimo Moratti myndi reka Cuper þannig það kom mér á óvart þegar hann ákvað að gera það ekki og á því augnabliki var ég of stoltur og ákvað að fara,"
sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner