Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 09. nóvember 2019 16:49
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Mikilvægur sigur hjá Augsburg
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það voru hvorki meira né minna en átján mörk skoruð í fjórum fyrstu leikjum dagsins í þýska boltanum.

Timo Werner skoraði tvö er RB Leipzig kom sér upp í annað sæti með frábærum sigri í ótrúlega skemmtilegri viðureign þar sem þrjú mörk voru skoruð á lokamínútunum.

Leipzig vann leikinn 2-4 og er aðeins einu stigi frá toppliði Borussia Mönchengladbach, sem á leik til góða.

Hertha Berlin 2 - 4 RB Leipzig
1-0 Maximilian Mittelstadt ('32 )
1-1 Timo Werner ('38 , víti)
1-2 Marcel Sabitzer ('45 )
1-3 Kevin Kampl ('86 )
1-4 Timo Werner ('90 )
2-4 Davie Selke ('90 )

Alfreð Finnbogason var þá í byrjunarliði Augsburg sem lagði botnlið Paderborn að velli í mikilvægum fallbaráttuslag.

Heimamenn í Paderborn fengu vítaspyrnu í upphafi leiks en klúðruðu henni.

Philipp Max gerði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og reif Augsburg burt frá fallsvæðinu í bili. Augsburg er núna með 10 stig eftir 11 umferðir.

Paderborn 0 - 1 Augsburg
0-0 Klaus Gjasula ('7 , Misnotað víti)
0-1 Philipp Max ('41)

Nýliðar Union Berlin unnu þá sinn annan leik í röð og eru í neðri hluta deildarinnar, með 13 stig.

Union komst þremur mörkum yfir gegn Mainz og voru heimamenn of lengi að vakna til lífsins. Tvö mörk á lokakaflanum nægðu ekki að til að bjarga stigi.

Að lokum gerði Schalke sex marka jafntefli við Fortuna Düsseldorf. Schalke komst þrisvar sinnum yfir í leiknum en alltaf var Rouwen Hennings mættur til að jafna.

Hennings skoraði þrisvar og bjargaði stigi fyrir sína menn, sem eru tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Mainz 2 - 3 Union Berlin
0-1 Marcus Ingvartsen ('30 )
0-2 Sebastian Andersson ('45 )
0-3 Sebastian Andersson ('51 )
1-3 Karim Onisiwo ('81 )
2-3 Daniel Brosinski ('90 )

Schalke 3 - 3 Dusseldorf
1-0 Daniel Caligiuri ('33 )
1-1 Rouwen Hennings ('62 , víti)
2-1 Ozan Kabak ('67 )
2-2 Rouwen Hennings ('74 )
3-2 Suat Serdar ('79 )
3-3 Rouwen Hennings ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner