Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. desember 2019 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ballon d'Or: Lionel Messi bestur í sjötta sinn
Þrír frá Liverpool meðal fimm bestu
Mynd: Getty Images
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er besti leikmaður heims í sjötta sinn. Hann hlaut Gullknöttinn rétt í þessu á verðlaunaafhendingu France Football í París.

Messi er fyrsti leikmaður sögunnar til að vinna verðlaunin sex sinnum. Hann er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið, en Cristiano Ronaldo er á svipuðum stalli.

Ronaldo mætti ekki til Parísar í kvöld og endaði í þriðja sæti í kjörinu á eftir Virgil van Dijk. Sadio Mane kom í fjórða sæti.

Messi er 32 ára gamall og lék lykilhlutverk er Barcelona vann spænsku deildina enn eina ferðina. Hann raðaði inn mörkunum og sinnti mikilvægu hlutverki í landsliði Argentínu sem komst í undanúrslit Copa America.

Topp 10:
1. Lionel Messi (Barcelona)
2. Virgil van Dijk (Liverpool)
3. Cristiano Ronaldo (Juventus)
4. Sadio Mane (Liverpool)
5. Mohamed Salah (Liverpool)
6. Kylian Mbappe (PSG)
7. Alisson (Liverpol)
8. Robert Lewandowski (Bayern)
9. Bernardo Silva (Man City)
10. Riyad Mahrez (Man City)
Athugasemdir
banner
banner
banner