Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. mars 2009 15:47
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Goal.com 
Ranieri líkir Trezeguet við ofdekraðan krakka
Trezeguet var ekki sáttur með að hafa verið skipt út af gegn Chelsea
Trezeguet var ekki sáttur með að hafa verið skipt út af gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri þjálfari Juventus er allt annað en ánægður með þau ummæli sem David Trezeguet lét falla eftir leik liðsins gegn Chelsea í Meistaradeildinni og finnst honum þessi franski landsliðsmaður hafa svikið sig illa.

Framherjinn lýsti yfir óánægju sinni með að hafa verið skipt út af gegn Chelsea og sagðist hann ekki hafa hugmynd af hverju þjálfarinn tók þá ákvörðun. Fannst honum að hann hefði átt að fá að vera áfram á vellinum og hefur Ranieri nú svarað fyrir sig á harkalegu nótunum.

„Það sem Trezeguet sagði fór mjög í taugarnar á mér. Orð hans hljómuðu eins og þau kæmu frá ofdekruðum krakka. Mér finnst hann hafa svikið mig og það svíður sárt,“ sagði Ranieri við Sky Sport Italia.

„Ég hef ekki talað við Trezeguet um þetta, ef hann vill tala í gegnum fjölmiðla mun ég svara á sama máta.“

„Ég gaf honum allt mitt traust og þjálfari getur ekki gert neitt meira en það.“

„Hingað til höfum við alltaf haldið hlutunum innan búningsklefanna, en það hefur breyst núna einhverra ástæðna vegna.“

„Hann gerði stór mistök, svo einfalt er það. Ég veit ekki hvað mun gerast núna.“


Athyglisvert verður að sjá hvort Trezeguet muni koma við sögu í leik Juventus gegn Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina og einnig verður forvitnilegt að sjá hvort þessi öflugi franski framherji muni jafnvel yfirgefa félagið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner