Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. febrúar 2023 15:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erin McLeod í Stjörnuna (Staðfest)
Vann Ólympíugull með Kanada.
Vann Ólympíugull með Kanada.
Mynd: Getty Images
Stjarnan tilkynnti í dag að Erin McLeod, fyrrum markvörður liðsins og fyrrum markvörður kanadíska landsliðsins, væri mætt aftur til félagsins.

Hún er eiginkona Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem tilkynnt var hjá Stjörnunni í síðustu viku. Erin lék á láni hjá Stjörnunni hluta af sumrinu 2020. Hún er 39 ára gömul og flutti til Íslands ásamt Gunnhildi í upphafi árs.

„Erin hefur átt einstaklega farsælan feril sem leikmaður og erum við virkilega ánægð með að hafa tryggt okkur þjónustu hennar fyrir komandi tímabil. Erin kemur frá Kanada og hefur spilað fyrir landslið Kanada síðan 2002. Hún lagði síðan landsliðsskóna á hilluna núna í janúar eftir 21 árs ferðalag sem endaði með 119 leikjum fyrir land og þjóð ásamt gullmedalíu á Ólympíuleikunum í Tokyo 2020," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Á ferli sínum hefur Erin leikið með fjölda liða, en síðast var hún á mála hjá Orlando Pride þar sem hún var samherji Gunnhildar.

„Ég er mjög spennt að snúa aftur til Stjörnunnar. Ég vil gera stóra hluta hjá félaginu, meðal annars að upplifa þann heiður að spila í Meistaradeildinni. Það verður líka heiður að spila með einni af þeim sem ég hef hvað mesta virðingu fyrir, Gunnhildi Jónsdóttur," sagði Erin meðal annars um félagaskiptin.

„Ég lít á Ísland eins og mitt annað heimil og ég er svo stolt og spennt að vera komin til baka."

Smelltu hér til að sjá kynningarmyndband Stjörnunnar

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner