29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 01. mars 2023 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Aron Bjarki: Kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum
Þreytti frumraun sína með Gróttu í kvöld
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er pirraður að tapa, það er aðallega það núna," sagði Aron Bjarki Jósepsson eftir fyrsta leik sinn með Gróttu í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er liðið tapaði naumlega gegn bikarmeisturum Víkings í Lengjubikarnum.

Aron gekk formlega í raðir Gróttu í gær eftir að hafa spilað með ÍA í fyrra. Hann lék þar áður með KR og Völsungi.

„Það er gott að vera kominn í Gróttu og það eru spennandi tímar framundan."

„Þetta er eitt af þeim félögum sem mig langaði að spila fyrir í Lengjudeildinni. Mér leist best á Gróttu. Ég tel að ég hafi mikið fram að færa fyrir liðið og geti hjálpað þessum ungu leikmönnum að verða betri. Það var svolítið það sem ég var að leita að."

Hann segir það spennandi að hjálpa ungum leikmönnum Gróttu að bæta sinn leik. Hann ætlar að miðla reynslu sinni á Seltjarnarnesi í mjög ungu liði.

„Hlutverkið er mjög spennandi. Eftir að hafa æft með þeim í tvær vikur þá fannst mér þjálfarinn og það sem verið var að gera mjög spennandi. Þetta var eitthvað sem mig langaði að taka þátt í að fullu," segir Aron en hann segir Gróttuliðið spila góðan fótbolta.

Heyrði hann í mörgum félögum eftir að það kom í ljós að hann yrði ekki áfram með ÍA?

„Það voru einhverjar þreifingar en ekkert mikið. Það er kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum," sagði Aron léttur en hann ætlar að gefa allt sitt í verkefnið með Gróttu. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
„Líklega rétt að ég sé í leit að liði"
Athugasemdir
banner