Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mið 01. mars 2023 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Aron Bjarki: Kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum
Þreytti frumraun sína með Gróttu í kvöld
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er pirraður að tapa, það er aðallega það núna," sagði Aron Bjarki Jósepsson eftir fyrsta leik sinn með Gróttu í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er liðið tapaði naumlega gegn bikarmeisturum Víkings í Lengjubikarnum.

Aron gekk formlega í raðir Gróttu í gær eftir að hafa spilað með ÍA í fyrra. Hann lék þar áður með KR og Völsungi.

„Það er gott að vera kominn í Gróttu og það eru spennandi tímar framundan."

„Þetta er eitt af þeim félögum sem mig langaði að spila fyrir í Lengjudeildinni. Mér leist best á Gróttu. Ég tel að ég hafi mikið fram að færa fyrir liðið og geti hjálpað þessum ungu leikmönnum að verða betri. Það var svolítið það sem ég var að leita að."

Hann segir það spennandi að hjálpa ungum leikmönnum Gróttu að bæta sinn leik. Hann ætlar að miðla reynslu sinni á Seltjarnarnesi í mjög ungu liði.

„Hlutverkið er mjög spennandi. Eftir að hafa æft með þeim í tvær vikur þá fannst mér þjálfarinn og það sem verið var að gera mjög spennandi. Þetta var eitthvað sem mig langaði að taka þátt í að fullu," segir Aron en hann segir Gróttuliðið spila góðan fótbolta.

Heyrði hann í mörgum félögum eftir að það kom í ljós að hann yrði ekki áfram með ÍA?

„Það voru einhverjar þreifingar en ekkert mikið. Það er kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum," sagði Aron léttur en hann ætlar að gefa allt sitt í verkefnið með Gróttu. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
„Líklega rétt að ég sé í leit að liði"
Athugasemdir
banner
banner