Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 01. mars 2023 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Aron Bjarki: Kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum
Þreytti frumraun sína með Gróttu í kvöld
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er pirraður að tapa, það er aðallega það núna," sagði Aron Bjarki Jósepsson eftir fyrsta leik sinn með Gróttu í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er liðið tapaði naumlega gegn bikarmeisturum Víkings í Lengjubikarnum.

Aron gekk formlega í raðir Gróttu í gær eftir að hafa spilað með ÍA í fyrra. Hann lék þar áður með KR og Völsungi.

„Það er gott að vera kominn í Gróttu og það eru spennandi tímar framundan."

„Þetta er eitt af þeim félögum sem mig langaði að spila fyrir í Lengjudeildinni. Mér leist best á Gróttu. Ég tel að ég hafi mikið fram að færa fyrir liðið og geti hjálpað þessum ungu leikmönnum að verða betri. Það var svolítið það sem ég var að leita að."

Hann segir það spennandi að hjálpa ungum leikmönnum Gróttu að bæta sinn leik. Hann ætlar að miðla reynslu sinni á Seltjarnarnesi í mjög ungu liði.

„Hlutverkið er mjög spennandi. Eftir að hafa æft með þeim í tvær vikur þá fannst mér þjálfarinn og það sem verið var að gera mjög spennandi. Þetta var eitthvað sem mig langaði að taka þátt í að fullu," segir Aron en hann segir Gróttuliðið spila góðan fótbolta.

Heyrði hann í mörgum félögum eftir að það kom í ljós að hann yrði ekki áfram með ÍA?

„Það voru einhverjar þreifingar en ekkert mikið. Það er kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum," sagði Aron léttur en hann ætlar að gefa allt sitt í verkefnið með Gróttu. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
„Líklega rétt að ég sé í leit að liði"
Athugasemdir
banner
banner