Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 01. mars 2023 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Aron Bjarki: Kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum
Þreytti frumraun sína með Gróttu í kvöld
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er pirraður að tapa, það er aðallega það núna," sagði Aron Bjarki Jósepsson eftir fyrsta leik sinn með Gróttu í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er liðið tapaði naumlega gegn bikarmeisturum Víkings í Lengjubikarnum.

Aron gekk formlega í raðir Gróttu í gær eftir að hafa spilað með ÍA í fyrra. Hann lék þar áður með KR og Völsungi.

„Það er gott að vera kominn í Gróttu og það eru spennandi tímar framundan."

„Þetta er eitt af þeim félögum sem mig langaði að spila fyrir í Lengjudeildinni. Mér leist best á Gróttu. Ég tel að ég hafi mikið fram að færa fyrir liðið og geti hjálpað þessum ungu leikmönnum að verða betri. Það var svolítið það sem ég var að leita að."

Hann segir það spennandi að hjálpa ungum leikmönnum Gróttu að bæta sinn leik. Hann ætlar að miðla reynslu sinni á Seltjarnarnesi í mjög ungu liði.

„Hlutverkið er mjög spennandi. Eftir að hafa æft með þeim í tvær vikur þá fannst mér þjálfarinn og það sem verið var að gera mjög spennandi. Þetta var eitthvað sem mig langaði að taka þátt í að fullu," segir Aron en hann segir Gróttuliðið spila góðan fótbolta.

Heyrði hann í mörgum félögum eftir að það kom í ljós að hann yrði ekki áfram með ÍA?

„Það voru einhverjar þreifingar en ekkert mikið. Það er kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum," sagði Aron léttur en hann ætlar að gefa allt sitt í verkefnið með Gróttu. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
„Líklega rétt að ég sé í leit að liði"
Athugasemdir
banner