Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 01. mars 2023 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Aron Bjarki: Kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum
Þreytti frumraun sína með Gróttu í kvöld
Aron Bjarki Jósepsson.
Aron Bjarki Jósepsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er pirraður að tapa, það er aðallega það núna," sagði Aron Bjarki Jósepsson eftir fyrsta leik sinn með Gróttu í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik er liðið tapaði naumlega gegn bikarmeisturum Víkings í Lengjubikarnum.

Aron gekk formlega í raðir Gróttu í gær eftir að hafa spilað með ÍA í fyrra. Hann lék þar áður með KR og Völsungi.

„Það er gott að vera kominn í Gróttu og það eru spennandi tímar framundan."

„Þetta er eitt af þeim félögum sem mig langaði að spila fyrir í Lengjudeildinni. Mér leist best á Gróttu. Ég tel að ég hafi mikið fram að færa fyrir liðið og geti hjálpað þessum ungu leikmönnum að verða betri. Það var svolítið það sem ég var að leita að."

Hann segir það spennandi að hjálpa ungum leikmönnum Gróttu að bæta sinn leik. Hann ætlar að miðla reynslu sinni á Seltjarnarnesi í mjög ungu liði.

„Hlutverkið er mjög spennandi. Eftir að hafa æft með þeim í tvær vikur þá fannst mér þjálfarinn og það sem verið var að gera mjög spennandi. Þetta var eitthvað sem mig langaði að taka þátt í að fullu," segir Aron en hann segir Gróttuliðið spila góðan fótbolta.

Heyrði hann í mörgum félögum eftir að það kom í ljós að hann yrði ekki áfram með ÍA?

„Það voru einhverjar þreifingar en ekkert mikið. Það er kannski ekki mikil eftirspurn eftir 33 ára hafsentum," sagði Aron léttur en hann ætlar að gefa allt sitt í verkefnið með Gróttu. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
„Líklega rétt að ég sé í leit að liði"
Athugasemdir
banner