Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 01. mars 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ben Mee spilar ekki meira á tímabilinu
Ben Mee.
Ben Mee.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Ben Mee mun ekki spila meira á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla.

Mee braut bein í ökklanum og mun það halda honum fjarri fótboltavellinum næstu vikurnar.

Mee meiddist þegar Brentford tapaði gegn West Ham síðastliðið mánudagskvöld og það er núna ljóst að hann verður lengi á meiðslalistanum.

Þetta er mikið áfall fyrir Brentfor sem er bara fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Brentford fær Chelsea í heimsókn klukkan 15:00 í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner