Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 01. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Meistarar meistaranna og Mjólkurbikarinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska fótboltatímabilið hefst formlega í kvöld er Víkingur og Valur eigast við í Meistarar meistaranna á Víkingsvelli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Víkingur vann tvöfalt á síðasta ári, deild- og bikar, og er það því Valur sem mætir Víkingum í leiknum en Valur hafnaði í 2. sæti Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2 auk þess að vera í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn.

Þá hefst 1. umferð Mjólkurbikars karla. Augnablik tekur á móti Álftanesi klukkan 14:00 í Fífunni og þá mætast Léttir og ÍH á ÍR-vellinum klukkan 18:30.

Leikir dagsins:

Mjólkurbikar karla
14:00 Augnablik-Álftanes (Fífan)
18:30 Léttir-ÍH (ÍR-völlur)

Meistarar meistaranna karlar
19:30 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner