Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 01. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stutt í grínið hjá Guardiola - „Drepa einhvern?“
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Pep Guardiola var óvenjulega hress miðað við það að hafa gert markalaust jafntefli við Arsenal á heimavelli Manchester City í gær.

Lærisveinar hans fundu ekki leið í gegnum vörn Arsenal í leiknum og voru færin örfá.

Arsenal spilaði lágvörn sem Man City og gátu heimamenn ómögulega fundið glufu og var spilamennskan á síðasta þriðjungi vallarins ekkert til að hoppa húrra yfir.

Guardiola var spurður á blaðamannafundi hvort það væri til fullkomin lausn við lágvörn en svar hans var ekki beint það sem fólk var að búast við að heyra.

„Kannski drepa einhvern? Spila með níu? Þetta snýst um að vera þolinmóður, finna sendinguna sem þarf að koma á hárréttum tíma. Þeir vörðust vel og með marga leikmenn. Þetta hefur alltaf verið erfitt,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner