Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. maí 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jói Berg: Ekki verið svona langt niðri í langan tíma
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson hefur misst af stórum hluta enska tímabilsins með Burnley vegna meiðsla. Hann fór í viðtal hjá The Athletic og ræddi um sína löngu meiðslasögu.

Hann ræddi upphafið á Englandi, þegar hann flutti 14 ára og byrjaði að æfa með Chelsea þökk sé Arnóri Guðjohnsen, föðurs Eiðs Smára, sem mælti með honum.

Hann var þó ekki lengi hjá Chelsea og skipti yfir í akademíuna hjá Fulham þar sem hann sleit krossband og var frá í heilt ár.

„Ég var meiddur í ár eftir að ég sleit krossband hjá Fulham. Það var ótrúlega erfitt fyrir mig en félagið var frábært og stóð þétt við bakið á mér allan tímann. Meiðslin styrktu mig andlega, aðrir hefðu komið verr út úr þessu en ég var staðráðinn í að verða atvinnumaður í knattspyrnu," sagði Jóhann.

Eftir að Jóhann kom úr meiðslum fékk hann ekki skólastyrk frá Fulham og flutti því til Íslands til að búa með eldri systur sinni, Díönu.

„Þessar erfiðu lífsreynslur hafa hjálpað mér mikið og gert mig að sterkari einstaklingi. Þessi andlegi styrkur hefur reynst mér afar mikilvægur á þessari erfiðu leiktíð.

„Ég reyndi að fara framhjá andstæðingi (Clement Lenglet, franska landsliðinu) en hann ýtti mér þannig að öll þyngdin mín fór á vinstri hliðina og ég fann vöðvann aftan í lærinu springa. Þetta var mjög slæm tognun, hefði hún verið aðeins verri þá hefði ég þurft aðgerð."


Jói meiddist í landsleik gegn Frakklandi í október og missti af stærsta hluta síðasta hausts. Hann var orðinn klár í kringum jólatímann, þegar leikjaálagið er gífurlegt í enska boltanum.

„Það var ekki sérlega sniðugt fyrir mig að mæta svo aftur til leiks í kringum jólatímann. Ég fann aftur fyrir meiðslum aftan í læri snemma gegn Peterborough. Það var ótrúlega erfitt að taka því, ég lagði svo mikið á mig til að ná mér af meiðslunum og lendi svo í öðrum meiðslum á sama stað.

„Það var ótrúlega erfitt andlega, ég hafði ekki verið svona langt niðri í langan tíma. Maður byrjar að hugsa 'af hverju er þetta að gerast' og maður fer að spá í leiðum til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner