Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagnol vill ekki sjá Bayern kaupa Sane
Leroy Sane.
Leroy Sane.
Mynd: Getty Images
Willy Sagnol, fyrrum leikmaður og þjálfari hjá þýska stórveldinu Bayern München, segir að félagið eigi að varast það að kaupa Leroy Sane frá Manchester City.

Bayern reyndi að kaupa Sane síðasta sumar áður en hann meiddist illa. Hann er búinn að ná sér núna og gera má ráð fyrir því að Bayern reyni aftur að kaupa hann í sumar.

Sagnol er ekki sannfærður um Sane. „Hann er ekki með rétta karakterinn fyrir Bayern," sagði Sagnol við RMC. „Hann er mjög óstöðugur í leik sínum og er mjög hlédrægur."

„Að mínu mati hentar hann félaginu alls ekki. Hann hefur átt við mörg vandamál að stríða, bæði hjá Manchester City og þýska landsliðinu."

Sagnol væri frekar til í að sjá Bayern eyða aðeins meira til að kaupa Kai Havertz frá Bayer Leverkusen.

Hinn 24 ára gamli Sane kom frá Schalke til Man City árið 2016, en samningur hans við City rennur út næsta sumar.

Sjá einnig:
Vonast til að Sane verði hluti af ungu og spennandi liði Bayern
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner