Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Schweinsteiger íhugar að gerast þjálfari
Bastian Schweinsteiger.
Bastian Schweinsteiger.
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger, fyrrum miðjumaður Bayern München og Manchester United, kveðst vera að íhuga það að snúa aftur í fótbolta - sem þjálfari.

Schweinsteiger lagði skóna á hilluna eftir glæstan feril á síðasta ári, 35 ára gamall.

Schweinsteiger vinnur núna sem leikgreinandi í sjónvarpi og gæti hann byrjað að þjálfa ef eitthvað spennandi kemur upp.

„Ef eitthvað spennandi myndi koma upp, eitthvað sem ég myndi njóta, þá myndi ég klárlega íhuga það," sagði Schweinsteiger í samtali við Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung.

„En þegar ég geri eitthvað, þá vil ég vinna og afreka eitthvað," sagði miðjumaðurinn sem varð Heimsmeistari með Þýskalandi árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner