Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fim 01. júní 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bandaríkin: Benteke lagði upp í Íslendingaslag - Houston steinlá
watermark
Mynd: Getty Images

DC United fékk Montreal í heimsókn í Íslendingaslag í MLS deildinni í Bandaríkjunum.


Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði DC United en Róbert Orri Þorkelsson sat allan tíman á varamannabekk Montreal.

DC United komst í 2-0 en Mateusz Klich fyrrum leikmaður Leeds og Christian Benteke fyrrum leikmaður Aston Villa, Crystal Palace og Liverpool lögðu upp mörkin.

Montreal náði að jafna metin með tveimur mörkum þegar skammt var til leiksloka. DC United er í 8. sæti í austurdeildinni með 20 stig eftir 16 leiki en Montreal er í 10. sæti með 19 stig en á leik til góða.

Þorleifur Úlfarsson byrjaði á bekknum þegar Houston Dynamo steinlá gegn Vancouver Whitecaps í vesturdeildinni 6-2. Hann kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í stöðunni 4-2.


Athugasemdir
banner
banner
banner