Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 01. júní 2023 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: FH sótti þrjú stig til Akureyrar
Hildigunnur Ýr gerði fyrra mark FH
Hildigunnur Ýr gerði fyrra mark FH
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þór/KA 0 - 2 FH
0-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('30 )
0-2 Sara Montoro ('89 )
Lestu um leikinn

FH vann annan leik sinn í Bestu deild kvenna í sumar er liðið lagði Þór/KA að velli, 2-0, á Þórsvellinum í dag.

Gestirnir komust yfir á 30. mínútu leiksins. Mackenzie Marie George átti skot sem hafnaði í stönginni og út í teiginn en þar var Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fyrst að átta sig og setti boltann í autt markið.

Bæði lið fengu fín færi eftir það en það voru FH-ingar sem afgreiddu leikinn þegar Sara Montoro komst í gegnum vörn Þórs/KA og gerði út um leikinn.

Annar sigur FH í deildinni og liðið með 7 stig í 7. sæti en Þór/KA í 5. sæti með 9 stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner
banner