Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fim 01. júní 2023 21:50
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Fjölnir áfram á toppnum - Guðjón Pétur sá rautt í fyrsta tapi Grindavíkur
Lengjudeildin
watermark Fjölnir er á toppnum
Fjölnir er á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
watermark Skagamenn töpuðu á einhvern ótrúlegan hátt
Skagamenn töpuðu á einhvern ótrúlegan hátt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
watermark Aron Elí Sævarsson skoraði í sigri Aftureldingar
Aron Elí Sævarsson skoraði í sigri Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Selfyssingar unnu Þróttara
Selfyssingar unnu Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir er áfram í efsta sæti Lengjudeildar karla eftir að hafa unnið 2-1 sigur á ÍA á Akranesi í kvöld.

Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, skoraði einfalt mark á 10. mínútu. Axel Freyr Harðarson átti fyrirgjöf sem fór í gegnum vörn Skagamanna og á fjærstöngina þar sem Hans skoraði auðvelt mark.

Skagamenn fengu nokkur ákjósanleg færi til að jafna þegar leið aá hálfleikinn en markið kom ekki. Þeir héldu áfram að sækja í þeim síðari og sköpuðu sér hvert færið á fætur öðru.

Besta færi var þegar Johannes Vall átt fyrirgjöf beint á kollinn á Steinari Þorsteinssyni. Hann stýrði boltanum efst í fjærhornið en Sigurjón varði á einhvern ótrúlegan hátt. Ein svakalegasta varsla tímabilsins.

Skagamenn sóttu og sóttu, sköpuðu sér urmul af færum og því var það eðlilega svekkjandi er Guðmundur Karl Kuðmundsson átti skot sem fór af varnarmanni og í netið. Blaut tuska fyrir Skagamenn.

Viktor Jónsson náði að minnka muninn undir lok leiks er heimamenn fengu vítaspyrnu en rannsóknarefni hvernig ÍA tapaði þessum leik. Fjölnir er áfram á toppnum með 13 stig en ÍA í 7. sæti með 5 stig.

Tíu Selfyssingar unnu Þróttara

Selfoss lagði Þrótt að velli, 2-1, á JÁVERK-vellinum á Selfossi en heimamenn fengu draumabyrjun. Reynir Freyr Sveinsson átti langt innkast sem Þorsteinn Aron Antonsson kom áfram á Adrian Sanchez sem táaði boltann í netið.

Rúmum tíu mínútum síðar kom annað mark Selfyssinga og var það algjört skrípamark. Aron Fannar Birgisson átti skot í stöng og þá ætluðu þeir Eiríkur Þorsteinsson Blöndal og Kostiantyn að hreinsa frá en spörkuðu boltanum í hvorn annan og í eigið net.

Í byrjun síðari hálfleiks fékk Oskar Wasilewski, leikmaður Selfyssinga, að líta rauða spjaldið fyrir heimskulega tæklingu og spiluðu þeir því manni færri restina af leiknum.

Izaro Abella Sanchez náði að minnka muninn undir lok leiks en lengra komust Þróttarar ekki. Lokatölur 2-1 og Selfoss með 9 stig í 4. sæti en Þróttur með 4 stig í 8. sæti.

Öruggt hjá Aftureldingu

Afturelding er fyrsta liðið til að vinna Grindavík í Lengjudeildinni í sumar en leiknum lauk með 3-0 sigri Mosfellinga.

Gestirnir fengu vítaspyrnu á 14. mínútu eftir að Kristófer Konráðsson braut klaufalega á Bjarti Bjarma. Aron Elí Sævarsson skoraði af öryggi úr vítinu.

Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, var rekinn af velli tíu mínútum síðar eftir stympingar við hliðarlínuna. Erlendur Eiríksson, dómari, leiksins ráðfærði sig við aðstoðarmann sinn áður en hann sendi Guðjón í sturtu.

Afturelding tók öll völd eftir það. Ásgeir Marteinsson bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks eftir afar fallega sókn.

Grindavík átti góðan kafla í síðari hálfleiknum þar sem liðið reyndi að koma sér aftur inn í leikinn en Yevgen var traustur í markinu.

Elmar Kári Enesson Cogic gerði út um leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hann gerði vel að koma sér í skotfæri en Aron Dagur varði boltann. Í kjölfarið varð árekstur áður en boltinn datt fyrir Elmar og gerði hann þa þriðja mark Aftureldingar.

Góður sigur hjá Aftureldingu sem er í öðru sæti með 13 stig, jafn mörg og Fjölnir. Grindavík er í 3. sæti með 10 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Grindavík 0 - 3 Afturelding
0-1 Aron Elí Sævarsson ('15 , víti)
0-2 Ásgeir Marteinsson ('43 )
0-3 Elmar Kári Enesson Cogic ('86 )
Rautt spjald: Guðjón Pétur Lýðsson, Grindavík ('24) Lestu um leikinn

ÍA 1 - 2 Fjölnir
0-1 Hans Viktor Guðmundsson ('10 )
0-2 Guðmundur Karl Guðmundsson ('82 )
1-2 Viktor Jónsson ('90 )
Lestu um leikinn

Selfoss 2 - 1 Þróttur R.
1-0 Adrian Sanchez ('9 )
2-0 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal ('21 , sjálfsmark)
2-1 Izaro Abella Sanchez ('86 )
Rautt spjald: Oskar Wasilewski, Selfoss ('54) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner