Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist á morgun - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
   sun 01. júní 2025 20:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samúel viðurkennir hendina - „Veit ekki hvernig reglan er"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert smá skúffaður að gera jafntefli, það er í raun eins og tap fyrir okkur. Við byrjum þennan leik frábærlega, það var bara eitt lið á vellinum, spiluðum rábærlega, plús á alla strákana. Svo er bara fáránlegur dómur, algjörlega fáránlegt. En það er bara svona, stórt hrós á liðið," sagði Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli gegn KA í 10. umferð Bestu deildarinnar í dag.

Dómurinn sem hann nefnir þarna er brottvísun Alex Þórs Haukssonar undir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 Stjarnan

„Ég þarf að sjá það aftur fyrst, en það skiptir ekki máli. Við héldum bara áfram, spiluðum vel og þeir opnuðu okkur ekki einu sinni. Eina sem þeir gerðu var að krossa boltanum og við díluðum við það."

KA menn vildu fá víti og væntanlega rautt með því þegar Bjarni Aðalsteinsson átti skot sem fór í hönd Samúels inn á vítateig Stjörnunnar á 60. mínútu leiksins. Samúel svaraði hreinskilnislega þegar hann var spurður út í þetta atvik.

„Þetta er bara víti, það vissu það allir. Ég var bara klárlega heppinn."

„Klárlega svekkjandi að þeir hafi náð að jafna, biddu fyrir þér ef við hefðum verið ellefu inn á vellinum."


Samúel var spurður nánar út í atvikið, hefði komið á óvart að sjá rautt fara á loft eftir að boltinn fór í höndina?

„Ég veit ekki hvernig reglan er, ég efast um að skot í hönd sé beint rautt, en ég veit það ekki alveg. Þetta var klárlega víti, það sjá það allir," sagði Samúel. Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner