Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 01. júlí 2020 09:49
Magnús Már Einarsson
Fjölnir fær ungverskan varnarmann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn hafa samið við ungverska varnarmanninn Peter Zachan og mun hann leika með félaginu út tímabilið í Pepsi Max-deildinni.

Zachan er 22 ára gamall hávaxinn varnarmaður en hann á leiki með U21 árs landsliði Ungverja.

Zachan var síðast á mála hjá Paksi SE í úrvalsdeildinni í Ungverjalandi en hann á 30 leiki að baki í efstu deild þar í landi.

Fjölnir er einnig að fá danska kantmanninn Christian Sivebæk frá Viborg eins og greint var frá í gær.

Fjölnismenn eru með eitt stig eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Fylki á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner