Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 01. júlí 2022 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Verða örugglega einhverjar breytingar
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að vinna þennan leik klárlega. Mér fannst spilamennskan frábær í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður hvernig við fórum að spila boltanum af sjálfsöryggi sem er eitthvað sem okkur hefur vantað og gerðum bara nokkuð vel í dag og sköpuðum færi til að klára þennan leik.“ Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-2 jafntefli hans manna gegn Selfoss í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Grindavíkurliðið byrjaði leikinn betur en fékk mark á sig sem eftir tæpar tuttugu mínútur sem slökkti heldur í þeim. Snemma í síðari hálfleik jöfnuðu þeir þó leikinn en fengu strax mark í andlitið á eftir. Þeir náðu þó að klóra sig úr því að jöfnuðu áður en yfir lauk. Alfreð hlýtur því að vera ánægður með þann karakter sem liðið sýndi.

„Já klárlega og fitness þjálfarinn að gera gott mót og er að láta þá hlaupa. Við erum í toppformi til þess að spila fótbolta og það sást. Ef það hefðu verið þrjár til fjórar mínútur í viðbót þá held ég að þetta hefði dottið inn en svona er boltinn.“

Félagaskiptaglugginn opnaði í fyrradag og verður opin næstu vikur. Er líklegt að við munum sjá breytingar á leikmannahópi Grindavíkur á næstu vikum?

„Já ég held að það verði örugglega einhverjar breytingar. Allir góðir leikmenn sem styrkja okkar lið eru velkomnir. Við erum bara að skoða það og það er ekkert launungarmál að okkur langar að styrkja hópinn.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner