Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   fös 01. júlí 2022 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Verða örugglega einhverjar breytingar
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að vinna þennan leik klárlega. Mér fannst spilamennskan frábær í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður hvernig við fórum að spila boltanum af sjálfsöryggi sem er eitthvað sem okkur hefur vantað og gerðum bara nokkuð vel í dag og sköpuðum færi til að klára þennan leik.“ Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-2 jafntefli hans manna gegn Selfoss í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Grindavíkurliðið byrjaði leikinn betur en fékk mark á sig sem eftir tæpar tuttugu mínútur sem slökkti heldur í þeim. Snemma í síðari hálfleik jöfnuðu þeir þó leikinn en fengu strax mark í andlitið á eftir. Þeir náðu þó að klóra sig úr því að jöfnuðu áður en yfir lauk. Alfreð hlýtur því að vera ánægður með þann karakter sem liðið sýndi.

„Já klárlega og fitness þjálfarinn að gera gott mót og er að láta þá hlaupa. Við erum í toppformi til þess að spila fótbolta og það sást. Ef það hefðu verið þrjár til fjórar mínútur í viðbót þá held ég að þetta hefði dottið inn en svona er boltinn.“

Félagaskiptaglugginn opnaði í fyrradag og verður opin næstu vikur. Er líklegt að við munum sjá breytingar á leikmannahópi Grindavíkur á næstu vikum?

„Já ég held að það verði örugglega einhverjar breytingar. Allir góðir leikmenn sem styrkja okkar lið eru velkomnir. Við erum bara að skoða það og það er ekkert launungarmál að okkur langar að styrkja hópinn.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner