Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 01. júlí 2022 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Alfreð Elías: Verða örugglega einhverjar breytingar
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson
Alfreð Elías Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætluðum að vinna þennan leik klárlega. Mér fannst spilamennskan frábær í seinni hálfleik. Ég er mjög ánægður hvernig við fórum að spila boltanum af sjálfsöryggi sem er eitthvað sem okkur hefur vantað og gerðum bara nokkuð vel í dag og sköpuðum færi til að klára þennan leik.“ Sagði Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-2 jafntefli hans manna gegn Selfoss í Grindavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Selfoss

Grindavíkurliðið byrjaði leikinn betur en fékk mark á sig sem eftir tæpar tuttugu mínútur sem slökkti heldur í þeim. Snemma í síðari hálfleik jöfnuðu þeir þó leikinn en fengu strax mark í andlitið á eftir. Þeir náðu þó að klóra sig úr því að jöfnuðu áður en yfir lauk. Alfreð hlýtur því að vera ánægður með þann karakter sem liðið sýndi.

„Já klárlega og fitness þjálfarinn að gera gott mót og er að láta þá hlaupa. Við erum í toppformi til þess að spila fótbolta og það sást. Ef það hefðu verið þrjár til fjórar mínútur í viðbót þá held ég að þetta hefði dottið inn en svona er boltinn.“

Félagaskiptaglugginn opnaði í fyrradag og verður opin næstu vikur. Er líklegt að við munum sjá breytingar á leikmannahópi Grindavíkur á næstu vikum?

„Já ég held að það verði örugglega einhverjar breytingar. Allir góðir leikmenn sem styrkja okkar lið eru velkomnir. Við erum bara að skoða það og það er ekkert launungarmál að okkur langar að styrkja hópinn.“

Sagði Alfreð en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner