Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lárus Orri með skilaboð: Lausnir ekki væl
Lárus er fyrrum þjálfari Þórs.
Lárus er fyrrum þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Orri Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og fyrrum þjálfari Þórs og KF, kallar ekki allt ömmu sína.

Í ljósi þess að æfingar og fótboltaleikir á Íslandi eru komin í Covid-pásu á ný þá skrifaði Lárus Orri færslu á Twitter. Lárus segir fólki að hætta að væla yfir stöðunni.

„Glatað að leikir og æfingar fara á 'hold' en svona er þetta, takist á við þetta og hættið að væla og vorkenna sjálfum ykkur," skrifar Lárus Orri.

Hann vill að mótin verði kláruð þegar hægt er að gera það, jafnvel þó svo að það þýði þrjá leiki á viku eða eitthvað álíka.

„Klárum svo mótin þegar leyfi gefst og ef það þýðir þrír leikir á viku til að geta klárað mótin, þá er það bara að takast á við það og leysa. Lausnir ekki væl."

Sjá einnig:
Engar æfingar í meistaraflokki til 13. ágúst
KSÍ fundar með yfirvöldum eftir helgi



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner