Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 11:17
Ívan Guðjón Baldursson
Troy Parrott til Millwall (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Tottenham er búið að lána sóknarmanninn efnilega Troy Parrott til Millwall út næstu leiktíð.

Parrott fetar þannig í fótspor Harry Kane sem fór til Millwall að láni árið 2012, nítján ára gamall. Parrott er ári yngri heldur en Kane var.

Parrott kom við sögu í fjórum leikjum með Tottenham á tímabilinu. Tveimur í ensku úrvalsdeildinni, einum í FA bikarnum og einum í deildabikarnum.

Parrott hefur gert 12 mörk í 18 leikjum fyrir yngri landslið Írlands og á einn A-landsleik að baki.

Jón Daði Böðvarsson er búinn að spila næstum 40 leiki fyrir Millwall á tímabilinu en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner