Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. ágúst 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wolves sendir frá sér kvörtun vegna rasisma
Mynd: Getty Images

Wolves spilaði æfingaleik gegn portúgalska liðinu Farense í gær. Suður Kóreski framherjinn Hwang Hee-chan spilaði sinn fyrsta leik í sumar.


Hann skoraði eina mark Wolves í 1-1 jafntefli af vítapunktinum en í aðdragandanum varð Hwang Hee-chan fyrir rasisma af hálfu stuðningsmanna portúgalska liðsins sem sátu fyrir aftan markið.

Hann lét dómarann vita áður en hann fór til Conor Coady fyrirliða Wolves og upplýsti hann um málið.

Wolves hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

„Við erum mjög vonsvikin að segja frá því að einn af okkar leikmönnum var fórnarlamb rasisma frá stuðningsmönnum andstæðinganna í leik liðsins gegn Farense í kvöld. Við munum tilkynna þetta til UEFA og biðjum Farense og yfirvöld um að rannsaka þetta," segir í yfirlýsingu Wolves.


Athugasemdir
banner
banner
banner