Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. september 2020 09:01
Elvar Geir Magnússon
„Algjört djók hvernig staðið er að yngri landsliðum"
Sævar Pétursson og Arnar Þór Viðarsson.
Sævar Pétursson og Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Samsett
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hélt það að hafa menn í fullu starfi hjá KSÍ myndi kalla á það að menn væru að fylgjast með leikjunum ekki bara umræðunni um íþróttina," skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, á Twitter.

Sævar fer ekki leynt um furðu sína á landsliðsvali Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara U21 landsliðsins.

Þegar U21 hópurinn, sem mætir Svíþjóð á föstudag, var opinberaður kom strax upp talsverð umræða um valið. Margir furðuðu sig á því að bakvörðurinn Valgeir Lunddal í Val og kantmaðurinn Valgeir Valgeirsson í HK hefðu ekki verið í hópnum.

Valgeirarnir tveir voru svo kallaðir inn í hópinn í gær þegar miðvörðurinn Finnur Tómas Pálmason og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson þurftu að draga sig úr hópnum.

(KSÍ hefur reyndar enn ekki greint frá þessum breytingum á hópnum heldur var það Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður sem gerði það á Twitter fyrir 12 klukkustundum)

„Þetta er orðið algjört djók hvernig er staðið að þessum yngri landsliðum!! Sennilega þarf að rífa meira kjaft á samfélagsmiðlunum," skrifaði Sævar á Twitter og deildi frétt um breytingarnar á hópnum.

Sævar ýjar sterklega að því að Arnar hafi látið val sitt stýrast af umræðunni sem skapaðist.

„Þannig að það sé sagt finnst mér persónulega að Valgeir x 2 eiga þetta skilið. Hélt bara að við værum komin lengra en þetta. Í þessum hópi er 1-2 hafsentar. Fyrsti hafsentinn meiðist og þá taka menn inn bakvörð."

„Þetta er farið að minna á landsliðin fyrir 10-15 árum þegar í 18 manni hópi voru 15 sóknarmenn."

KA-menn hafa gagnrýnt það að ekki sé pláss í hópnum fyrir miðvörð liðsins, Brynjar Ingi Bjarnason, sem leikið hefur vel í Pepsi Max-deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner