
„Mér fannst KR vera eðins tilbúnari að berjast fyrir þessu heldur en við,'' segir Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, eftir 3-2 tap gegn KR í lokaumferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: KR 3 - 2 Þór/KA
„Mér fannst við aldrei slakari í leiknum. Það var ekkert undir, en við vildum klára þetta og því miður gekk það ekki í dag.''
„Við fáum algjört dauða færi til þess að fara yfir 2-3, það dettur ekki. Þær fá tvö víti og við klúðrum að mínu mati fullt af öðrum möguleikum til þess að búa til mörk,''
Þór/KA enduðu í 7. sæti í Bestu deild í ár. Jón var spurður út í árangurinn.
„Við ætluðum okkur meira, ætluðum okkur ofar. Við vorum allavega ekki í fall hættu síðustu tvær umferðirnar og náðu aðeins að rífa okkur í gang. Vonbrigði að enda mótið svona eins og við enduðum það. Ég vona að það komi vel fram í fréttinni að þetta lið á svo sannarlega bjarta framtíð,''
„Þessar ungu og gríðarlega efnilegar stelpur munu bara verða betri, árin vinna með okkur og ég hef alveg svakalega trú á því að Þór/KA munu gera sig gildandi í topp baráttu innan fáa ára aftur.'' segir Jón Stefán skýrt í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.