
Lokaumferðin í Bestu-deild kvenna fer fram í dag en þegar er ljóst að Valur er Íslandsmeistari og Afturelding og KR eru fallin. Stóra baráttan snýst þó um 2. sætið sem gefur sæti í Meistaradeild Evrópu. Stjarnan er í 2. sæti með 34 stig og mætir Keflavík í dag en Breiðablik er stigi neðar í 3. sætinu og mætir Þrótti í dag.
Það er þó ein barátta eftir og hún gæti endað sem innbyrðis barátta leikmanna Stjörnunnar. Það er baráttan um gullskóinn, markahæsti leikmaður deildarinnar.
Jasmín Erla Ingadóttir úr Stjörnunni er á toppnum með 10 mörk en á hæla hennar kemur liðsfélagi hennar Gyða Kristín Gunnarsdóttir með 9. Í kjölfarið koma fjórir leikmenn með 8 mörk en listann má sjá að neðan.
Markahæstu leikmenn:
1. Jasmín Erla Ingadóttir Stjarnan - 10
2. Gyða Kristín Gunnarsdóttir Stjarnan - 9
3. Cyera Makenzie Hintzen Valur - 8
4. Danielle Julia Marcano Þróttur R. - 8
5. Sandra María Jessen Þór - 8
6. Brenna Lovera Selfoss - 8
7. Elín Metta Jensen Valur - 7
8. Miranda Nild Selfoss - 6
9. Katrín Ásbjörnsdóttir Stjarnan - 6
10. Margrét Árnadóttir KA - 6
11. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Valur - 6
Leikir dagsins:
14:00 KR-Þór/KA (Meistaravellir)
14:00 Stjarnan-Keflavík (Samsungvöllurinn)
14:00 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)
14:00 Breiðablik-Þróttur R. (Kópavogsvöllur)
14:00 ÍBV-Afturelding (Hásteinsvöllur)