Benoný Breki Andrésson (KR)
Benoný Breki Andrésson, nítján ára sóknarmaður KR, er kominn með fimmtán mörk í Bestu deildinni þetta tímabilið. Í fyrra skoraði hann níu og hefur því skorað 24 mörk í efstu deild.
Benoný skoraði fjögur mörk þegar KR-ingar niðurlægðu Framara 7-1 og fékk að eiga boltann eftir leik. Þessi mikli markaskorari setur stefnuna auðvitað á gullskóinn þetta tímabilið.
„Ég er mjög stoltur af Benó. Frábært auðvitað að skora fjögur mörk en mér fannst mörkin bara vera bónus fyrir frábæra alhliða frammistöðu. Þetta er ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir leikinn.
Benoný mætti með boltann í viðtöl eftir leik og fékk hina klassísku spurningu um hvort stefnan væri sett á að fara út í atvinnumennsku eftir tímabilið?
„Ég ætla bara að klára tímabilið og hjálpa liðinu að vinna restina af leikjunum. Síðan kemur það bara í ljós í janúar eða eitthvað, ég er ekkert að pæla í því núna.'' sagði markaskorarinn Benoný.
Benoný skoraði fjögur mörk þegar KR-ingar niðurlægðu Framara 7-1 og fékk að eiga boltann eftir leik. Þessi mikli markaskorari setur stefnuna auðvitað á gullskóinn þetta tímabilið.
„Ég er mjög stoltur af Benó. Frábært auðvitað að skora fjögur mörk en mér fannst mörkin bara vera bónus fyrir frábæra alhliða frammistöðu. Þetta er ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR eftir leikinn.
Benoný mætti með boltann í viðtöl eftir leik og fékk hina klassísku spurningu um hvort stefnan væri sett á að fara út í atvinnumennsku eftir tímabilið?
„Ég ætla bara að klára tímabilið og hjálpa liðinu að vinna restina af leikjunum. Síðan kemur það bara í ljós í janúar eða eitthvað, ég er ekkert að pæla í því núna.'' sagði markaskorarinn Benoný.
Markahæstu menn í Bestu deildinni:
16 mörk - Viktor Jónsson (ÍA)
15 - Benoný Breki Andrésson (KR)
15 - Patrick Pedersen (Valur)
12 - Emil Atlason (Stjarnan)
Benoný Breki með fernu gegn Fram????
— Besta deildin (@bestadeildin) September 30, 2024
KR-Fram | #bestadeildin pic.twitter.com/BurHme4154
Sterkustu leikmenn:
23. umferð - Helgi Guðjónsson (Víkingur)
22. umferð - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
21. umferð - Benoný Breki Andrésson (KR)
20. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
19. umferð - Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
18. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
17. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
16. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Fram)
15. umferð - Benjamin Stokke (Breiðablik)
14. umferð - Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
13. umferð - Johannes Vall (ÍA)
12. umferð - Danijel Djuric (Víkingur)
11. umferð - Daníel Hafsteinsson (KA)
10. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
7. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
6. umferð - Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
5. umferð - Magnús Arnar Pétursson (HK)
4. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
3. umferð - Ari Sigurpálsson (Víkingur)
2. umferð - Viktor Jónsson (ÍA)
1. umferð - Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 24 | 8 | 7 | 9 | 38 - 42 | -4 | 31 |
2. Fram | 25 | 8 | 6 | 11 | 36 - 43 | -7 | 30 |
3. KR | 24 | 6 | 7 | 11 | 44 - 49 | -5 | 25 |
4. Vestri | 25 | 6 | 7 | 12 | 30 - 48 | -18 | 25 |
5. HK | 24 | 6 | 3 | 15 | 30 - 61 | -31 | 21 |
6. Fylkir | 24 | 4 | 5 | 15 | 27 - 56 | -29 | 17 |
Athugasemdir