Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Sverrir Ingi: Dómgæslan yfirleitt ekki með Íslendingum í liði
Jói Berg: Fannst það ótrúlegt og ég sagði það við hann
Arnór Ingvi: Mjög auðvelt að hlaupa hliðarlínuna og skoða þetta bara
Hákon Rafn: Það voru kannski stóru mistökin
„Hausinn kominn á einn stað og ég þarf ekki að hugsa um annað utanaðkomandi"
Halldór Snær: Horfi í leið Hákonar og er mjög spenntur að vinna með Óskari
Júlíus Mar: Ætla gera mitt allra besta til að koma KR á toppinn
Erfitt að spila eftir fráfall vinar síns - „Virkilega erfitt að skilja þetta"
Stefán Teitur: Man ekki eftir svona stjórnun hér í langan tíma
Hetja kvöldsins vön að skora utanfótar snuddur - „Ég er náttúrulega bara bakvörður"
Hákon Rafn: Logi maður! Hann tapar ekki á þessum velli
Gylfi Sig: Æfðum á frábæru grasi hjá FH
Valgeir: Hægri kantmaðurinn í Tottenham og þeir kunna öll brögð
Jóhann Berg: Með því betra sem við höfum séð á Laugardalsvelli í mörg ár
Arnór Ingvi: Það voru vel valin orð
Orri Steinn: Búinn að vera kenna honum aðeins upp á herbergi
Jón Dagur: Orðinn pirraður á þeim
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
   sun 29. september 2024 18:13
Brynjar Óli Ágústsson
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
<b>Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.</b>
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er dýrmætt að vinna, en frammistaðan er það sem stendur uppúr,'' segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjáflari KR, eftir 7-1 sigur gegn Fram í 2. umferð neðri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: KR 7 -  1 Fram

„Frammistaðan hjá liðinu var frábær og kannski fyrsti leikur þar sem við í alvöru tökum handbremsuna af og virkilega keyrum á þetta. Erum kraftmiklir varnlega og kraftmiklir sóknalega og þá þegar þessi hlutir falla saman þá er liðið virkilega gott,''

KR handsama mikilvæg þrjú stig í dag í fallbaráttu þeirra.

„Það er auðvitað mjög mikilvægt og sértaklega í ljósi úrslita í Vestri-HK, þá var þetta gríðarlega dýrmætt. Svo þufum við að passa okkur á því að við fáum ekkert fyrir þennan sigur ef við mætum ekki til leik eins og menn á móti KA,''

Benoný skoraði fjögur mörk í dag gegn Fram og átti hann glæsilegan leik.

„Ég er mjög stoltur af Benó frábært auðvitað að fá 4 mörk, en mér fannst mörkin fjögur bara vera bónus fyrir frábæra alhliða frammistöðu. Þetta er ein besta frammistaða sem ég hef Benó eiga í KR treyju. Markmiðið er að hann komist í rétta klúbba á rétta tímbapunkti og við viljum að okkar bestu leikmenn fari héðan,''

Orri Steinn, sonur hans Óskars, skoraði tvö mörk fyrir Real Sociedad í gær. Hann var spurður út í hvernig tilfinningin væri að sjá son sinn skora.

„Ég er mjög stoltur af honum og gríðarlega ánægður fyrir hans hönd. Þetta er ekki auðvelt að koma á síðasta degi í glugga og koma sér inn í lið sem er að spila á þriggja daga fresti. Við fjölskyldan erum mjög stolt af honum.'' segir Óskar Hrafn í lokinn.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner