Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. nóvember 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Guardiola sammála Klopp - Of margir leikir
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist vera sammála Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, í að leikmenn bestu liðanna séu að spila of mikið af leikjum á hverju ári.

„Ég er sammála. Ef við eigum að hafa stærri hópa, hvernig eigum við að borga þeim? Við þurfum færri leiki, færri keppnir og meiri endurheimt," sagði Guardiola í dag.

„Ég hef verið á fundum um þetta og þetta er alltaf það sama. Við þurfum að ræða þetta."

„Ég er klárlega sammála Jurgen þegar hann segir þetta. Þetta er of mikið. Ég varð að passa Ilkay Gundogan í síðasta leik og það var enginn Kevin [de Bruyne], og enginn Silva. Önnur félög gera það sama."


Sjá einnig:
Klopp útilokar að spila á tveimur liðum - Ræðir álag á leikmönnum
Athugasemdir
banner
banner
banner