Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. desember 2021 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Annað neyðaratvik í stúkunni og nú hjá Southampton og Leicester
Mynd: EPA
Leikur Southampton og Leicester er farinn aftur af stað eftir að neyðaratvik kom upp í stúkunni og þurfti áhorfandi aðstoð frá bráðaliðum. Þetta er annað atvikið sem kemur upp í kvöld.

Áhorfandi fór í hjartastopp á leik Watford og Chelsea þegar lítið var búið eftir af leiknum og voru leikmenn sendir til búningsherbergja.

Endurlífgunartilraunir báru árangur og er ástand áhorfandans stöðugt. Leikur Watford og Chelsea var svo flautaður aftur á en nú er komið upp annað atvik.

Í hálfleik á leik Southampton og Leicester kom upp neyðaratvik í stúkunni á Saint Mary's leikvanginum og þurfti áhorfandi á aðstoð bráðaliða að halda.

Hálfleikshléið var lengt en leikurinn er hafinn að nýju. Félögin gáfu engar fréttir af líðan áhorfandans en við munum færa frekari fréttir af því síðar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner