mið 01. desember 2021 11:53
Elvar Geir Magnússon
Þriggja minnst í kringum borgarslaginn í kvöld
Ray Kennedy.
Ray Kennedy.
Mynd: Liverpool
Everton og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Everton hefur staðfest að í kringum leikinn verði Cliff Marshall, Ray Kennedy og Ava White minnst.

Fyrir leikinn verður klappað í mínútu fyrir Cliff Marshall, fyrrum leikmann Everton, og Ray Kennedy, fyrrum leikmann Liverpool, sem báðir féllu frá á dögunum.

Marshall var 66 ára og lést í síðustu viku en hann var fyrsti hörundsdökki leikmaðurinn til að spila fyrir aðallið Everton.

Kennedy lést í gær en hann var 70 ára og lék 393 leiki fyrir Liverpool milli 1974 og 1982. Hann lék einnig fyrir Arsenal og enska landsliðið.

Þá verður vígður borði til minningar um unga stelpu sem hét Ava White og var stungin til bana á dögunum í miðborg Liverpool. Hún lenti í rifrildi við fjórtán ára strák sem var með hníf og myrti hana.

Stuðningsmenn beggja liða eru hvattir til að klappa til minningar um hana á 12. mínútu leiksins.

Leikur Everton og Liverpool hefst klukkan 20:15.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner