Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fös 01. desember 2023 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einungis sjö prósent líkur á að Man Utd komist upp úr riðlinum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ofurtölvan BETSie sem er á vegum bettingexpert.com hefur reiknað út hverjar líkurnar eru á því að FC Kaupmannahöfn, Galatasaray eða Manchester United fylgi Bayern Munchen upp úr riðlinum í Meistaradeildinni.

A-riðill
Bayern 13 stig
FCK 5 stig
Galatasaray 5 stig
Man Utd 4 stig

Lokaumferðin fer fram eftir tæpar tvær vikur og þá mætast FCK og Galatasaray á heimavelli FCK og Manchester United tekur á móti Bayern.

Ofurtölvan segir að líkurnar á því að FCK fari áfram séu 54%. Líkurnar á því að Galatasaray fari áfram eru 39% og einungis eru 7% líkur á því að United fari áfram.

United þarf að sigra Bayern og treysta á að Orri Steinn Óskarsson og félagar í FCK Galatasaray geri jafntefli við Galatasaray á Parken.

þriðjudagur 12. desember
Meistaradeild A-riðill
20:00 Man Utd - Bayern
20:00 FCK - Galatasaray
Enski boltinn - Vonin veik hjá Rauðu djöflunum
Athugasemdir
banner
banner
banner