Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 02. mars 2024 13:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Brotthvarf Ashworth hefur engin áhrif
Dan Ashworth
Dan Ashworth
Mynd: Getty Images

Eddie Howe stjóri Newcastle segir að brotthvarf Dan Ashworth yfirmanns fótboltamála hjá félaginu muni ekki hafa áhrif á stefnu félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar.


Ashworth er líklega á leið til Manchester United en Sir Jim Ratcliffe vill ólmur fá hann til liðsins.

„Ég hef ekki fundað mikið varðandi sumarið ennþá. Þeim mun fjölga þegar nær dregur. Brotthvarf Ashworth mun ekki hafa áhrif," sagði Howe.

Man Utd mun þurfa að borga riftunargjald fyrir Ashworth en félögin hafa ekki komist að samkomulagi um verð. Enskir fjölmiðlar greina frá því að verðið muni líklega vera í kringum 10 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner