Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. apríl 2020 17:56
Brynjar Ingi Erluson
Cavani fer ekki til Boca
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani mun ekki ganga til liðs við argentínska félagið Boca Junior í sumar en forseti félagsins staðfesti þetta í dag.

Cavani, sem er 33 ára gamall, er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi en hann verður samningslaus í sumar.

Hann hefur verið orðaður við Inter Miami og Atlético Madrid undanfarnar vikur auk þess sem argentínska félagið Boca sýndi honum áhuga en það er úr myndinni.

„Við erum stoltir af því að Edinson Cavani hafi áhuga á því að klæðast Boca-treyjunni en þetta er hins vegar ekki möguleiki í raunveruleikanum vegna fjárhags félaga í Argentínu. Við þurfum að hlúa betur að okkar leikmönnum og hafa trú á þeim," sagði Jorge Amor Ameal, forseti Boca.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner