Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
   mið 02. apríl 2025 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Icelandair
Af æfingu landsliðsins í gær.
Af æfingu landsliðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur er fædd árið 1995 og á að baki 22 leiki fyrir landsliðið.
Hildur er fædd árið 1995 og á að baki 22 leiki fyrir landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 16:45 á föstudag.
Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 16:45 á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Standið á mér er bara flott, ég er spennt að spila aftur með stelpunum og ánægð að vera komin aftur," sagði landsliðskonan Hildur Antonsdóttir við Fótbolta.net í dag.

Hún er mætt aftur í landsliðið eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla. Framundan eru leikir gegn Noregi og Sviss sem fara fram á Þróttarvelli á næstu dögum, fyrst kemur Noregur í heimsókn á föstudag og svo mætir Sviss á þriðjudag. Leikirnir eru liðir í Þjóðadeildinni.

„Það var mun meira stressandi, sama hvaða leikur það er, að sitja í sófanum og fylgjast með liðinu sínu. Ég held að flestir leikmenn upplifi það að stressið er meira þegar maður horfir en þegar maður er á vellinum."

„Mér líður bara vel, gaman að vera komin í hópinn með stelpunum aftur. Ég hef saknað þeirra, var ekki búin að sjá þær síðan í desember. Ég myndi segja að ég sé orðin 100%, búin að æfa á fullu í fjórar vikur, spilaði 25 mínútur um síðustu helgi og er til í leiki."

„Ég reif eitthvað smá aftan í læri fyrir svona tveimur mánuðum og hef verið í endurhæfingu. Ég er búin að vera æfa með liðinu, en þessi meiðsli eru bara þannig að þau geta endurtekið sig ef maður fer of hratt af stað. Liðið úti er búið að halda aftur að mér svo þetta gerist ekki aftur, svo ég geti einbeitt mér að framhaldinu."


Hvernig er að þurfa sína þolinmæði í svona endurhæfingu?

„Það er ótrúlega erfitt. Fólk sem þekkir mig (veit það). Ég hef verið að bíta í neglurnar, hef getað æft á fullu en ekki mátt spilað. Það er ótrúlega skrítið, en í endann er það kannski bara betra en að fara of snemma af stað og þá lenda aftur í þessu."

Hægt að telja alla leikmennina upp
Hildur segir að íslenska liðið þurfi að mæta með sín gildi; ákveðni, vilja og hugrekki til að vinna Noreg. „Við þurfum að halda vel í boltann og finna góðar uppspilsleiðir á móti þeim. Við þurfum að gera þetta saman sem lið."

„Norska liðið er með frábæra einstaklinga innanborðs, það er hægt að telja alla leikmennina upp, en við erum líka með frábæra einstaklinga innan okkar liðs. Þetta eru bara tvö lið að spila og liðið sem vill þetta meira mun vinna þetta."


Stærsta nafnið í norska hópnum er Ada Hegerberg sem spilar með Lyon.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá og sex stig úr leikjunum tveimur væri geggjað."

„Ég má spila allavega, það kemur bara í ljós,"
segir Hildur aðspurð hvort hún sé klár í að byrja.

Ísland er með eitt stig í riðlinum eftir tvo leiki. Fjórir leikir eru eftir af riðlakeppninni.
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 6 0 0 14 - 2 +12 18
2.    Noregur 6 2 2 2 4 - 5 -1 8
3.    Ísland 6 0 4 2 6 - 9 -3 4
4.    Sviss 6 0 2 4 4 - 12 -8 2
Athugasemdir