Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 11:20
Magnús Már Einarsson
Höddi Magg hefur störf hjá Viaplay
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn reyndi Hörður Magnússon hefur hafið störf hjá Viaplay en 433.is greinir frá þessu í dag.

Herði var sagt upp hjá Stöð 2 Sport á síðasta ári eftir langt starf þar en nú er hann á leið aftur í lýsingar frá fótboltaleikjum.

Samkvæmt 433.is lýsir Hörður leik Werder Bremen og Frankfurt í þýsku Bundesligunni hjá Viaplay á morgun.

Hörður mun síðan lýsa fleiri leikjum hjá Viaplay á næstu vikum en efnisveitan hóf útsendingar frá þýsku úrvalsdeildinni á dögunum.

„Get staðfest þetta. Mjög spennandi og hlakka til þess að takast á við þetta. Þetta á sér nokkuð langan aðdraganda með Viaplay og tel þetta vera rétt skref á mínum ferli. Á nóg eftir," skrifar Hörður á Facebook.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner