Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
Ívar Árna fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Haddi Jónasar fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Fyrirliði Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
   mán 02. júní 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sandra María: Góða íslenska veðrið vinnur með okkur
Icelandair
EM KVK 2025
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrirfram hefði maður kannski sætt sig við jafntefli á útivelli gegn Noregi. Hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist og við sýndum og sönnuðum fyrir okkur sjálfum að við höfðum góða yfirhönd á þessu þá er maður svolítið svekktur eftir leik," sagði Sandra María Jessen um svekkjandi jafntefli landsliðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni á föstudaginn.

„Þetta hefðu getað verið mikilvæg stig sem við hefðum getað tekið með okkur. Það er eitthvað sem við tökum með okkur í seinni leikinn og hjálpar okkur að mótivera okkur til að vinna þann leik."

Liðið mætir Frakklandi í lokaleik Þjóðadeildarinnar á morgun á nýju hybrid grasi á Laugardalsvelli.

„Það er rosalega gaman að fá síðasta leikinn á heimavelli. Nýju grasi, fyrir framan okkar fólk, góða íslenska veðrinu sem vinnur með okkur," sagði Sandra María.

Frakkland er með gríðarlega sterkt lið en íslenska liðið er staðráðið í að taka öll stigin.

„Eigum alltaf möguleika. Erum með það mikil gæði í hópnum og sterka liðsheild að við getum gefið hvaða landi sem er alvöru leik og munum gera það á þriðjudaginn. Það er klárlega markmið að fara í þennan leik til að ná í þrjú stig," sagði Sandra María.
Athugasemdir
banner
banner