Sænska liðið Malmö, með þá Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen innanborðs, mætir danska liðinu FCK í baráttuslag í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Malmö vann 1-0 sigur á RFS frá Lettlandi og fer samanlagt áfram, 5-1, eftir tveggja leikja rimmu.
Arnór kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir en Daníel var ónotaður varamaður.
Það er því ljóst að Malmö er komið áfram í 3. umferð þar sem það mætir FCK í baráttunni um Eyrarsundsbrúna.
Hinrik Harðarson byrjaði hjá Odd sem vann 2-0 sigur á Stabæk í norsku B-deildinni. Odd er í 6. sæti með 22 stig.
Davíð Snær Jóhannsson og Ólafur Guðmundsson voru báðir í byrjunarliði Álasunds sem gerði 2-2 jafntefli við Lyn. Álasund er í 4. sæti með 23 stig.
Orri Steinn Óskarsson skoraði þriðja mark Real Sociedad sem vann öruggan 4-1 sigur á Osasuna í æfingaleik.
Landsliðsfyrirliðinn kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði nokkrum mínútum síðar. Markið kom af vítapunktinum, en hann var ískaldur og tók klassíska 'Panenka' spyrnu á mitt markið sem markvörðurinn var að vísu ekki langt frá að verja. Hann er því kominn með þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum Sociedad og að verða klár í nýtt tímabil.
Vítaspyrnuna má sjá neðar í fréttinni.
Kristian Nökkvi Hlynsson lék seinni hálfleikinn hjá Twente sem lagði Waalwijk að velli, 1-0.
Panenka de Oskarsson. pic.twitter.com/UY2jlUNeAr
— X-TEBE ???????? ???? ???????? (@EtxebeRS) July 30, 2025
Athugasemdir