Portúgalski bakvörðurinn Nelson Semedo er á leið til Fenerbahce í Tyrklandi en þetta kemur fram aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Wolves tilkynnti að hann væri farinn frá félaginu.
Semedo, sem er 31 árs gamall, eyddi fimm árum hjá Úlfunum og bar meðal annars fyrirliðabandið á síðustu leiktíð.
Hann kvaddi félagið í dag eftir að samningur hans rann út og er hann strax kominn með nýtt félag.
Fabrizio Romano og David Ornstein segja hann á leið til Fenerbahce í Tyrklandi. Jose Mourinho, samlandi Semedo, er þjálfari liðsins.
Hann er á leið til Istanbúl til að ganga frá sínum málum og verður líklegast kynntur með varnarmanninum Milan Skriniar sem er að koma frá Paris Saint-Germain.
Athugasemdir