Chelsea og Ajax hafa náð saman um hollenska varnarmanninn Jorrel Hato. David Ornstein og Fabrizio Romano fullyrða þetta á X í kvöld.
Hato er 19 ára gamall miðvörður sem getur einnig leyst vinstri bakvarðarstöðuna.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann fest sig í sessi í vörn Ajax og hollenska landsliðshópnum.
Viðræður Chelsea og Ajax hafa staðið yfir síðustu daga og nú er samkomulagi í höfn. Eftirlitsnefnd á eftir að heimila kaupin og þegar það er klárt mun Hato ferðast til Lundúna til að gangast undir læknisskoðun.
Kaupverðið nemur um 35 milljónum punda og skrifar hann undir sjö ára samning.
Hato verður áttundi leikmaðurinn sem Chelsea kaupir í sumar og er von á frekari styrkingu á næstu vikum.
Athugasemdir