Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
Þjálfari Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
Ívar Árna fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Haddi Jónasar fyrir seinni leikinn gegn Silkeborg
Fyrirliði Silkeborg í viðtali fyrir leikinn gegn KA
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
   mán 02. júní 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Skrítið ef ég stæði hérna og segði að við ættum ekki möguleika"
Icelandair
EM KVK 2025
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið gerði svekkjandi jafntefli gegn Noregi í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Liðið mætir Frakklandi í lokaleiknum á morgun. Fótbolti.net ræddi við Hlín Eiríksdóttir.

„Það var svekkjandi. Við áttum góðan leik, mér fannst við leggja inn þá vinnu sem þarf að gera til að eiga skilið að vinna og með smá heppni hefðum við algjörlega getað tekið með okkur þrjú stig," sagði Hlín.

Liðið spilar gegn Frakklandi á Laugardalsvelli en það er búið að leggja nýtt hybrid gras á völlinn.

„Svo ég tali fyrir mig þá leggst það mjög vel í mig. Við erum búnar að kíkja á völlinn og grasið lítur ekkert eðlilega vel út. Það verður vonandi stemning hérna á þriðjudaginn og það væri gaman að sjá fólk í stúkunni," sagði Hlín.

Liðið er staðráðið í að vinna ógnarsterkt lið Frakka.

„Það væri skrítið ef ég stæði hérna í viðtali og segði að við ættum ekki möguleika. Þá held ég að við gætum sleppt því að spila leikinn. Við þurfum að bera virðingu fyrir verkefninu, þær eru held ég búnar að vinna riðilinn sannfærandi. Við þurfum að bera virðingu fyrir þeim en ekki of mikla," sagði Hlín.
Athugasemdir
banner