Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 02. júlí 2020 23:26
Gylfi Tryggvason
Rúnar Gissurar: Við gefum þeim tvö mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Gissurarson varði mark Njarðvíkinga í 3-0 tapi gegn Kórdrengjum í Safamýrinni í kvöld. Hann mætti í viðtal við blaðamann eftir leik og ræddi sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 3 -  0 Njarðvík

„Við vorum bara lélegir. Við erum að gefa þeim tvö mörk snemma í leiknum og þá verður þetta erfitt á móti svona góðu liði eins og Kórdrengjunum. Við höfum ekkert efni á að vera að gefa þetta svona frá okkur í fyrri hálfleik."

Rúnar gerðist sekur um slæm mistök í fyrsta marki Kórdrengja. Hvernig upplifði hann atvikið? „Heyrðu, það kom svolítið krefjandi bolti frá Marc til baka, smá flökt á honum. Ég ætlaði að reyna að taka á móti honum en það gekk ekki nógu vel. Albert var klókur."

Ákveðið jafnræði var með liðunum en Njarðvíkingar voru kannski sjálfum sér verstir með óþarfa mistökum. Rúnar tók undir það mat blaðamanns.

„Þeir voru passívir til baka. Ég veit ekki hvað Einar Orri hefur skallað marga bolta í burtu og við náðum ekkert að opna þá. En við bara gírum okkur upp. Það er stutt í næsta leik. Það er bara upp með hausinn og áfram gakk."
Athugasemdir
banner
banner
banner