Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. júlí 2022 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Kalmar gerði jafntefli - Vasalund skrefi frá bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Kalmar sem gerði jafntefli á útivelli gegn Helsingborg í efstu deild sænska boltans.


Kalmar tók forystuna í fyrri hálfleik en heimamönnum tókst að jafna með marki úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok. 

Úrslitin eru svekkjandi fyrir Kalmar sem hefði komist í þriðja sæti með sigri. Liðið er í sjötta sæti, með 20 stig eftir 12 umferðir. Helsingborg er á botni deildarinnar.

Helsingborg 1 - 1 Kalmar
0-1 L. Saetra ('37)
1-1 A. Van der Hurk ('89, víti)

Í B-deildinni lék Alex Þór Hauksson fyrstu 67 mínúturnar í svekkjandi tapi Öster í toppbaráttunni þar sem Jack Cooper Love setti þrennu fyrir Skovde.

Öster er í fimmta sæti eftir tapið, einu stigi eftir Skovde, en hefði jafnað toppliðin á stigum með sigri. Liðið er með 20 stig eftir 12 umferðir.

Að lokum er Vasalund komið áfram í úrslitaleik í undankeppni fyrir sænska bikarinn eftir sigur í framlengdum leik gegn Karlbergs. Alexander Helgi Sigurðarson er leikmaður Vasalund og ef liðið sigrar úrslitaleikinn þá kemst það í riðlakeppni sænska bikarsins.

Öster 2 - 3 Skovde
1-0 D. Kozica ('33)
1-1 Cooper Love ('40, víti)
1-2 Cooper Love ('45)
2-2 Bergmark-Viberg ('60, víti)
2-3 Cooper Love ('82)

Karlbergs 2 - 4 Vasalund


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner