Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. september 2020 09:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi til Man City og svo til Gumma Tóta í New York
Powerade
Lionel Messi vill fara frá Barcelona.
Lionel Messi vill fara frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Man Utd gefst ekki upp á Sancho.
Man Utd gefst ekki upp á Sancho.
Mynd: Getty Images
Suarez er orðaður við Juventus.
Suarez er orðaður við Juventus.
Mynd: Getty Images
Það er kominn miðvikudagur og við byrjum hann á slúðrinu.

Lionel Messi (33) hefur samþykkt fimm ára samning við City Football Group að andvirði 623 milljónir punda. Hann mun verja þremur tímabilum hjá Manchester City og fer síðan til New York City FC í MLS-deildinni, en þar leikur Guðmundur Þórarinsson. (Record)

Manchester United mun ekki gefast upp á Jadon Sancho (20) fyrr en leikmaðurinn segir það opinberlega að hann verði áfram í Þýskalandi. (Sun)

Everton er að ganga frá kaupum á James Rodriguez (29) frá Real Madrid á þriggja ára samningi. (Telegraph)

Rodriguez og Allan (29), miðjumaður Napoli, munu báðir fara í læknisskoðun fyrir skipti til Everton í dag. (Sky Sports)

Félög ensku úrvalsdeildarinnar í dag munu kjósa um plan hvað gerist ef tímabilum í framtíðinn verður aflýst. (Mail)

Chelsea vill 80 milljónir punda fyrir N'Golo Kante (29) sem hefur verið orðaður við Inter. (Express)

Kante vill vera áfram hjá Chelsea. (Goal)

Leicester City hefur komist að samkomulagi um kaup á Timothy Castagne (22), bakverði frá Atalanta. Hann kostar 22 milljónir punda. (Telegraph)

Thomas Partey (27) vill fara til Arsenal en enska úrvalsdeildarfélagið þarf að selja leikmenn til að geta borgað Atletico 44,5 milljón punda riftunarverðið í samningi hans. (Goal)

Mónakó hefur lýst yfir áhuga á Abdoulaye Doucoure (27), miðjumanni Watford, eftir að Everton mistósk að krækja í hann. (Evening Standard)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, er tilbúinn að selja dýrasta leikmann í sögu félagsins, Tanguy Ndombele (23), aðeins rúmu ári eftir að franski miðjumaðurinn kom til félagsins. (Sun)

Kepa Arrizabalaga (25) er tilbúinn að vera áfram hjá Chelsea og berjast fyrir sæti sínu, jafnvel þó að félagið finni nýjan markvörð. (Telegraph)

Newcastle er að reyna að fá Callum Wilson (28) frá Bournemouth. Newcastle myndi reyna að skipta Matt Ritchie (30) til Bournemouth sem hluta af kaupunum, en Aston Villa hefur einnig áhuga á Wilson. (Sky Sports)

Scott Parker, stjóri Fulham, mun skrifa undir nýjan þriggja ára samning eftir að hafa komið félaginu aftur upp í efstu deild. (Sun)

PSG hefur komið sér í samband við Inter og slóvakíska miðvörðinn Milan Skriniar (25). Tottenham hefur líka áhuga á þeim öfluga varnarmanni. (Calciomercato)

Crystal Palace hefur hafnað tilboði upp á um 20 milljónir punda í sóknarmanninn Alexander Sorloth (24). Tilboðið var frá RB Leipzig í Þýskalandi. (Mail)

Juventus vill fá Luis Suarez (33) frá Barcelona eða Edin Dzeko (34) frá Roma. (Gazzetta dello Sport)

Al Nassr í Sádí-Arabíu hefur boðið Mesut Özil (31), leikmanni Arsenal, 20 milljón evra samning. (Fanatik)

Tottenham hefur tilkynnt að Trevor Birch, fyrrum stjórnarformaður Swansea, sé nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. (Evening Standard)

Fulham er að skoða það að fá Bertrand Traore (24), kantmann frá Lyon. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner