Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 02. september 2020 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van de Beek til Manchester United (Staðfest)
Manchester United hefur staðfest kaup á Donny van de Beek frá hollenska félaginu Ajax.

Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu síðustu daga. Hann gekkst undir læknisskoðun í dag og skrifaði í kjölfarið undir fimm ára samning við Manchester United.

Man Utd borgar fyrir hann 40 milljónir evra en það gæti svo hækkað um fimm milljónir evra.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Manchester United kaupir í sumar.

Van de Beek er 23 ára gamall miðjumaður sem kemur upp úr hinni víðfrægu Ajax akademíu. Hann hefur allan sinn feril leikið með Ajax.

Hann á þá tíu A-landsleiki að baki fyrir Holland.

Athugasemdir
banner