Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 02. september 2024 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo í portúgalska landsliðshópnum - „Ég verð alltaf byrjunarliðsmaður“
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins, ætlar að halda áfram með landsliðinu, en hann segir að hann verði fyrstur til að viðurkenna það þegar það er kominn tíminn til að hætta.

Ronaldo, sem verður fertugur á næsta ári, fékk mikla gagnrýni á Evrópumótinu í sumar en hann skoraði ekki eitt mark og virtist ekki lengur hafa gæðin fyrir stórmóta fótbolta.

Eftir mótið var ekki ljóst hvort hann myndi spila áfram með landsliðinu. Liðsfélagi hans til margra ára, Pepe, ákvað að leggja skóna á hilluna, en Ronaldo hefur staðfest að hann muni halda áfram svo fremur sem hann Roberto Martínez geti nýtt krafta hans.

Hann er í landsliðshópnum hjá Portúgal fyrir leikina gegn Króatíu og Skotlandi í Þjóðadeildinni, en þeir leikir fara fram á næstu dögum,

„Í mínum huga verð ég alltaf byrjunarliðsmaður,“ sagði Ronaldo við portúgalska miðla, en hann var spurður hvort hann myndi sætta sig við bekkjarsetu.

„Þú heldur það? Fram að endalokum ferilsins þá tel ég mig alltaf vera byrjunarliðsmann. Ég mun alltaf virða ákvarðanir, ekki bara þjálfarans, heldur hef ég gert það hjá öllum þeim félögum sem ég hef spilað fyrir. Það hefur líka gerst einu sinni eða tvisvar þar sem hegðunin var slæm í minn garð, en svona í alvöru talað þegar við erum að ræða faglega siðfræði þá mun ég alltaf virða ákvörðun þjálfarans.“

„Það getur alltaf skapað ágreining þegar faglega siðfræðin er ekki virt, en það aðskilið. Mér líður eins og ég geti haldið áfram að vera mikilvægur landsliðinu og orð þjálfarans sýna líka fram á það. Ef mér tekst það ekki verð ég fyrstur til að viðurkenna það. Ef ég get ekki reynst landsliðinu mikilvægur þá mun ég fara, en ef ég fer þá geri ég það með hreina samvisku því ég veit hver ég er, hvað ég er fær um að gera, hvað ég geri og hvað ég mun halda áfram að gera. Ég lít mjög jákvæðum augum á nútíðina því það mikilvægasta er að mæta hverju einasta augnabliki og hverri lotu. Ég er ánægður og í augnablikinu er lotan það líka,“
sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner