Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 02. október 2020 20:59
Victor Pálsson
Championship: Bournemouth á toppinn
Coventry 1 - 3 Bournemouth
0-1 Jefferson Lerma('7)
1-1 Matthew Godden('39, víti)
1-2 Dan Gosling('51)
1-3 Dan Gosling('60)
Rautt spjald: Gustavo Hamer('69, Coventry)

Bournemouth er komið á toppinn í ensku Championship-deildinni eftir leik við Coventry í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld.

Um var að ræða fyrsta leik fjórðu umferðar en Bournemouth var taplaust fyrir leikinn með sjö stig eftir þrjá leiki.

Liðið er nú komið í tíu stig á toppnum eftir 3-1 sigur á St. Andrew's velinum í Birmingham.

Dan Gosling átti virkilega góðan leik fyrir gestina en hann skoraði tvö mörk í seinni hálfleik með stuttu millibili.

Jefferson Lerma komst einnig á blað fyrir Bournemouth en Matthew Godden gerði eina mark heimaliðsins af vítapunktinum.

Coventry er með fjögur stig í 15. sætinu en einu sigurleikur liðsins kom gegn Queens Park Rangers í 2. umferð.

Athugasemdir
banner